vitex
  Hágæða náttúruleg vítamín/fæðubótarefni

100% náttúrlegt spínatextrakt með hátt hlutfall af „Thylakoids“

Innihald
Spínatextrakt (spinacia oleracea)
Eplabragðefni
Stevía sætuefni

Innihald í hverjum skammti (5 gr.)
Spínatextrakt 5.000 mg.
þar af: Thylakoids, að lágmarki 2.500 gr.

Notkun
Einn skammtur í einu (5 gr.) hrært út í vatn eða kaldan drykk að eigin vali og tekið inn með mat, (má einnig taka inn rétt fyrir mat, eða strax eftir mat). Ef spínatið er ekki tekið inn með mat; blandið þá 1-2 matskeiðum af góðri olíu út í drykkinn. Mælt er með að taka einn skammt á dag, t.d. að morgni. Ef þurfa þykir eða í upphafi, má taka allt að þrjá skammta á dag eða með hverri máltíð.

Einn skammtur eða 5 gr. er á við 5 bolla af fersku spínati. Athugið þó að ferskt spínat hefur ekki sömu áhrif á hungurtilfinninguna og Aptiless spínatduftið, því meltingarvegur mannfólksins getur ekki brotið niður virka efnið Thylakoids úr plöntufrumum í fersku spínati.

Virkni
Virka efnið í Aptiless er Thylakoids sem fengið er úr plöntufrumum í fersku spínati. Thylakoids seinkar meltingu á fitu, svo öll þarmaflóran er virk í niðurbroti matarins. Í neðsta hluta þarmanna á sér stað boðefnaflutningur hormóna til heilans þar sem skilaboðum um seddu og saðsemi er komið á framfæri. (Þess vegna er mikilvægt að blanda olíu út í Aptiless drykkinn ef ekki er borðað samhliða inntöku þess). Þegar við borðum, sérstaklega óholla og mikið unna fæðu, hefur líkaminn tilhneigingu til að nota aðeins efri hluta garnanna við meltinguna. Þaðan eru lykilhormón ekki send til heilans, eins og gerist í neðri hlutanum. Því langar okkur stöðugt í mat og við borðum milli mála. Vísindamenn Aptiless tala gjarnan um „atvinnulausa þarma“ í þessu sambandi og við stjórnun á matarlyst í nútímasamfélagi.

Vísindaleg sönnun á virkni Thylakoids - Samantekt
Aukning er á seddu hormónunum CCK, GLP-1 og leptíni. - Minna finnst af lystarhormóninu ghrelin - insúlín, blóðþrýstingur og blóðfita mælast lægri - þarmaflóran batnar og aukning er á orku. Þá er almenn vellíðan meiri eftir inntöku, sem gæti verið skýrt með því að efnið inniheldur yfir 100 mismunandi próteinefni.

Hungurtilfinning minnkar umtalsvert allan daginn, jafnvel eftir fyrstu notkun. - Löngun í mat milli mála minnkar, þar á meðal löngun í sykur, fitu og salt. Matarlyst minnkar um 20-35%. - Löng­un í óhollan mat minnkar um 65-90%. - Auðveldara er að halda sig við þrjár máltíðir á dag og minna er borðað í hverri máltíð.
Virkni getur verið misjöfn eftir einstaklingum en ofangreind­ar niðurstöður rannsókna sýndu hámarks árangur Aptiless eftir þriggja mánaða notkun.

Framleiðendur Aptiless hafa nú einkaleyfi á virkni þessarar vöru og hafa hlotið viðurkenningar fyrir uppfinningu sína, (upprunalega Appethyl™) sem kemur frá Karólíska háskólanum í Lundi í Svíþjóð.
Umboðsaðili á Íslandi: Vitex ehf.


Myndband um Aptiless
Myndband frá Háskólanum í Lundi Svíþjóð
Rannsókn frá Háskólanum í Lundi Svíþjóð

Myndband um Aptiless
Myndband frá Háskólanum í Lundi SvíþjóðVitex ehf - sími 354 896 6390 - lara(a)vitex.is

NEOGENIS LABS Scandinavia agent Vitex.ltd

Please contact: Lara Petursdottir
President - Ceo / mobile: +354 896 6390

superbeets(a)superbeets.is - www.neogenis.com


Umboð á Íslandi Vitex ehf - Sogavegur 126 - 108 Reykjavík - Iceland - Tel (354) 896 6390 - vitex@vitex.is

Tenglar