Mígreni - MigreLief
    Náttúrulegt vítamín/fæðubótarefni ætlað mígrenisjúklingum.

 





MigreLief


Innihaldsefnin: (í tveimur töflum)
Riboflavin                   (B2 vítamín)                400 mg
Magnesium                 (Citrate og Oxide)       360 mg
Puracol™ Feverfew  (Glitbrá)                      100 mg

Inniheldur ekki: Ger, mjólk, korn, hveiti, glúten, soja, salt, sykur, rotvarnar-, bragð-, litarefni


Riboflavin
(B2 vítamín)
Riboflavin er vatnsleysanlegt vítamín sem gegnir mikilvægu hlutverki í líkamanum. Það tekur þátt í orkuframleiðslu í hverri frumu og tengist Flavin-Adenin-Dinucleotid (FAD) sem er mikilvægt hjálparensím í rafeindaflutningskeðjunni. Orkuskortur í hvatberum fruma hefur greinst í sumum mígrenisjúklingum sem hafa lélegt þan heilaæða. Þessi skortur gæti verið leiðréttur með efnasambandi eins og  riboflavin en rannsóknir sýna að riboflavin gerir afgerandi gagn, þegar það er tekið inn yfir þriggja mánaða tíma.

Magnesíum
Magnesíum er steinefni sem sérhver fruma líkamans þarf á að halda og snertir yfir 300 lífefnafræðilega ferla í líkamanum. Magnesium styður á margan hátt við og stuðlar að góðu ástandi  heilaæða, og hefur m.a eftirfarandi áhrif:
Vinnur gegn æðakrampa
Hamlar samloðun blóðflagna
Verndar slagæðaveggi
Er efnahvati í virkni ensíma
Hjálpar við upptöku kalks og kalíums
Kemur á stöðugleika í frumuhimnum
Rannsóknir sýna að næstum helmingur allra mígrenisjúklinga hefur lágt hlutfall af magnesíum í blóði
en það er úrslitaþáttur í stjórnun æðakrampa sem á sér stað í mígreniköstum þegar æðarnar þrengjast
og víkka út á víxl.

„With Puracol™“ - Feverfew
Feverfew (Tanacetum parthenium) er jurt sem rannsóknir sýna að sé gagnleg til að styðja við og stuðla að góðu ástandi heilaæða til lengri tíma.

Feverfew er auðugt af efnasamböndum sem kallast á ensku ,,sesquiterpene lactones‘‘.
Um 85% af innihaldi þess er parthenólíð sem er mikilvægasta efnasambandið í Feverfew plöntunni. Rannsóknir sýna að parthenólíð hamlar samloðun blóðflagna, losun serótóníns úr blóðflögum og hvítum blóðkornum (polymorphonuclear leukocyte granules), trufli boðefnasmíði sem valda bólgu og komi í veg fyrir ákveðna sýrulosun (arachadonic acid).
Þó Feverfew seyði innihaldi efni eins og parthenólíð þá geta önnur efni plöntunnar glatast í vinnsluferli. Puracol tæknin leysir þetta vandamál með því að nota bæði heil lauf ásamt seyði til að nýta virkni allrar plöntunnar. (Puracol er nafnið á einkarétti Feverfewuppskriftarinnar).

Feverfew er lágvaxinn runni sem vex víða villtur. Blómin eru gul og hvít og minna á Baldursbrá. Plantan er upprunnin í Balkanfjöllum í Austur Evrópu en vex nú víða þar sem er temprað loftslag í Evrópu, Ástralíu, Kína, Japan og Norður- og Suður Ameríku. Evrópubúar hafa notað þessa jurt öldum saman m.a til að halda mígreni í skefjum.


Children´s MigreLief

Innihaldsefnin: (í tveimur töflum)
Riboflavin                   (B2 vítamín)                200 mg
Magnesium                 (Citrate og Oxide)       180 mg
Puracol™ Feverfew  (Glitbrá)                        50 mg

 
 

Umboð á Íslandi Vitex ehf - Sogavegur 126 - 108 Reykjavík - Iceland - Tel (354) 896 6390 - vitex@vitex.is