Mígreni - MigreLief
    Náttúrulegt vítamín/fæðubótarefni ætlað mígrenisjúklingum.

 





MigreLief - Children´s MigreLief


Notkun

MigreLief fæst án lyfseðils og er tekið inn daglega í töfluformi. Skammtastærð er 1 tafla 2 sinnum á dag. Til að koma í veg fyrir mígreni mælir framleiðandi með að nýir notendur taki MigreLief samfleytt í 3 mánuði til að ná hámarksárangri. Árangur getur hinsvegar komið í ljós mun fyrr hjá sumum notendum, jafnvel á einni viku. MigreLief má nota eitt og sér eða með öðrum mígrenilyfjum ávísuðum af lækni. Hentar fullorðnum og börnum yfir 2 ára aldur.
MigreLief hentar fullorðnum, Childrens´s MigreLief hentar börnum frá 2-12 ára


Aukaverkanir, frábendingar
Aukaverkanir vegna einhverra innihaldsefna í MigreLief eru sjaldgæfar
Linar hægðir og mild óþægindi í meltingarvegi geta gert vart við sig hjá þeim sem taka magnesíum. Nýrnasjúklingar og þeir sem taka kalíumhamlandi þvagræsilyf ættu ekki að nota þessa vöru. Ekki er mælt með notkun vörunnar meðan á meðgöngu eða brjóstagjöf stendur. MigreLief er ekki ætlað börnum undir 2 ára aldri.
(Vatnsleysanlega vítamínið B2 veldur skærlituðu þvagi sem er eðlilegt og hættulaust)

 
 

Umboð á Íslandi Vitex ehf - Sogavegur 126 - 108 Reykjavík - Iceland - Tel (354) 896 6390 - vitex@vitex.is